Allt var með nokkuð kyrrum kjörum norðanlands í nótt eftir stóru skjálfta gærdagsins. Nokkuð var um minni skjálfta, en enginn þeirra mældist stærri en 1,5.
Skjálfti 4,6 að stærð varð um 30 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 14:51 í gær. Bárust fjölda tilkynninga um að skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi, en nokkrir eftir skjálftar fylgdu svo í kjölfarið.
Klukkan 17:06 í gær mældist svo annar skjálfti á sama stað af stærðinni 4,0.