Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 08:57 Kehdr-fjölskyldan. Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19