Söngkonan ástsæla Sigríður Beinteinsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grundarsmára í Kópavogi á sölu.
Sigga eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu Björnsdóttur fyrir tæplega tíu árum og hafa þær mæðgur búið í húsinu síðustu ár.
Húsið bar byggt árið 1994 og er það 268 fermetrar að stærð. Ásett verð er 125 milljónir en fasteignamat hússins rúmlega 107 milljónir.
Eignin er á tveimur hæðum og með glæsilegum garði og góðu útsýni.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir úr húsinu.








