Tími til aðgerða er núna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 17. september 2020 07:00 Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun