Viðurkenna að uppsagnir flugfreyja hafi brotið í bága við samskiptareglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 13:23 Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm/Samsett Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03
Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21