Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 21:42 Frá vettvangi á hjólhýsasvæðinu í október í fyrra þegar eldur kom þar upp. Brunavarnir Árnessýslu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira