Dusty dró tennurnar úr mulningsvél KR Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 21:47 KR sendi frá sér skýr skilaboð í fyrstu lotu þegar að liðsmenn rifu Dusty í sig, með þá 7homsen (Thomas Thomsen) hnifaði EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fremsta í flokki. Leikmenn Dusty voru fljótir að svara fyrir sig þegar þeir stálu annarri lotu og vopnunum af KR-ingum. Við tóku jafnar lotur þar sem Dusty spilaði sig þó ítrekað í gegnum vörn KR.StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) leiddi Dusty en hökt var á mulningsvél KR-inga sem komst ekki í gang í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 10-5, Dusty í vil. KR fann taktinn þegar þeir svarthvítu byrjuðu seinni hálfleik á kröftugri leiftursókn á sprengjusvæði A. Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) lét finna fyrir sér og var mulningsvél KR-inga komin í gang. KR spilaði sóknina (terrorist) mun betur en þeim gekk að finna sig í vörn í fyrri hálfleik. Dugði þessi spilamennska KR-ingum til að vinna fimm lotur í röð og ná að jafna metin í leiknum. En Dusty komst aftur inn í leikinn. EddezeNNN, sem hafði verið lítill í sér eftir hnífinn í fyrri hluta, lét til sín taka. Er liðin skiptust á lotum var hann að opna loturnar með mikilvægum fellum og koma sínum mönnum í yfirtölu. KR-ingar spyrntu vel á móti og gáfu ekkert eftir. En heitt lið Dusty var of mikið fyrir KR að þessu sinni. Lokatölur 16-13 fyrir Dusty sem náði þar með að velta KR úr sessi af toppi Vodafonedeildarinnar. Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn
KR sendi frá sér skýr skilaboð í fyrstu lotu þegar að liðsmenn rifu Dusty í sig, með þá 7homsen (Thomas Thomsen) hnifaði EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fremsta í flokki. Leikmenn Dusty voru fljótir að svara fyrir sig þegar þeir stálu annarri lotu og vopnunum af KR-ingum. Við tóku jafnar lotur þar sem Dusty spilaði sig þó ítrekað í gegnum vörn KR.StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) leiddi Dusty en hökt var á mulningsvél KR-inga sem komst ekki í gang í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 10-5, Dusty í vil. KR fann taktinn þegar þeir svarthvítu byrjuðu seinni hálfleik á kröftugri leiftursókn á sprengjusvæði A. Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) lét finna fyrir sér og var mulningsvél KR-inga komin í gang. KR spilaði sóknina (terrorist) mun betur en þeim gekk að finna sig í vörn í fyrri hálfleik. Dugði þessi spilamennska KR-ingum til að vinna fimm lotur í röð og ná að jafna metin í leiknum. En Dusty komst aftur inn í leikinn. EddezeNNN, sem hafði verið lítill í sér eftir hnífinn í fyrri hluta, lét til sín taka. Er liðin skiptust á lotum var hann að opna loturnar með mikilvægum fellum og koma sínum mönnum í yfirtölu. KR-ingar spyrntu vel á móti og gáfu ekkert eftir. En heitt lið Dusty var of mikið fyrir KR að þessu sinni. Lokatölur 16-13 fyrir Dusty sem náði þar með að velta KR úr sessi af toppi Vodafonedeildarinnar.
Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn