Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 23:22 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir hringlandahátt kirkjunnar síðustu daga vegna myndarinnar af Trans-Jesú. Hún hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020 Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15