Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009.
Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar.
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur í tilkynningu bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.