Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.
Í þessum þætti fóru blaðamenn fréttastofunnar yfir hver staðan sé fyrir kosningarnar, miðað við kannanir. Hvers vegna fylgi Donald Trump og Joe Biden breytist lítið. Póstatkvæði og möguleg vandræði við framkvæmd kosninga og mögulegar deilur í kjölfar þeirra, svo eitthvað sé nefnt.
Þátturinn endar svo á tísti þáttarins þar sem sérvalið tíst Trump er leiklesið.
Hlusta má á þáttinn hér að neðan.