Fáir í miðbænum en fjölmennt unglingapartí stöðvað Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 07:17 Fáir voru á veitingahúsum miðborgarinnar í nótt. Það sama var uppi á teningnum í fyrrinótt, þegar þessi mynd var tekin. Mynd/Almannavarnir Fámennt var í miðbænum í gærkvöldi og í nótt og eru engin brot á sóttvarnarreglum til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregluþjónar kíktu á um 40 staði í miðborginni og austurbæ. Enginn þeirra var opinn samkvæmt dagbók lögreglu. Lögregluþjónar stöðvuðu þó eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi í gærkvöldi. 62 krakkar voru reknir úr húsinu og voru um það bil 20 fyrir utan. Enginn fullorðinn var á vettvangi og ekki náðist í föður húsráðanda, sem er 16 ára. Því kom ættingi á vettvang og tók að sér táninginn sem hélt samkvæmið. Þá reyndu tveir grímuklæddir menn að brjótast inn í verslun við Laugaveg. Þeir brutu öryggisgler í hurð en tókst ekki að komast þar inn. Í Háaleitis- og Bústaðahverfi tókst tveimur mönnum hins vegar að brjótast inn í verslun með því að brjóta rúðu. Þeir stálu fatnaði úr versluninni. Nokkuð virðist hafa verið um að ökumenn reyndust vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Minnst einn hafði aldrei fengið bílpróf. Annar hafði verið sviptur og var þar að auki með röng skráningarnúmer á bílnum. Lögreglunni barst á sjötta tímanum í gær tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi. Þar hafði bíl verið ekið á grindverk og bæði ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi. Þeir voru þó handteknir skömmu síðar og eru grunaðir um ölvun við akstur, að aka ítrekað án ökuréttinda og fleiri brot. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Fámennt var í miðbænum í gærkvöldi og í nótt og eru engin brot á sóttvarnarreglum til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregluþjónar kíktu á um 40 staði í miðborginni og austurbæ. Enginn þeirra var opinn samkvæmt dagbók lögreglu. Lögregluþjónar stöðvuðu þó eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi í gærkvöldi. 62 krakkar voru reknir úr húsinu og voru um það bil 20 fyrir utan. Enginn fullorðinn var á vettvangi og ekki náðist í föður húsráðanda, sem er 16 ára. Því kom ættingi á vettvang og tók að sér táninginn sem hélt samkvæmið. Þá reyndu tveir grímuklæddir menn að brjótast inn í verslun við Laugaveg. Þeir brutu öryggisgler í hurð en tókst ekki að komast þar inn. Í Háaleitis- og Bústaðahverfi tókst tveimur mönnum hins vegar að brjótast inn í verslun með því að brjóta rúðu. Þeir stálu fatnaði úr versluninni. Nokkuð virðist hafa verið um að ökumenn reyndust vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Minnst einn hafði aldrei fengið bílpróf. Annar hafði verið sviptur og var þar að auki með röng skráningarnúmer á bílnum. Lögreglunni barst á sjötta tímanum í gær tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi. Þar hafði bíl verið ekið á grindverk og bæði ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi. Þeir voru þó handteknir skömmu síðar og eru grunaðir um ölvun við akstur, að aka ítrekað án ökuréttinda og fleiri brot.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira