Breiðablikskonur með mögulega einn besta íslenska dúettinn í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 15:00 Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir spila nú saman á ný og eru bæði eldri og reyndari en þegar þær voru síðast hlið við hlið. Mynd/Breiðablik Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira