Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Tómas Guðbjartsson skrifar 15. mars 2020 17:20 Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar