Fákeppni á matvörumarkaði, samkeppni í sjávarútvegi Svanur Guðmundsson skrifar 23. september 2020 16:30 Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í bankastarfssemi og almennt þá miklu samþjöppun sem er að finna í íslensku viðskiptalífi. Niðurstöðurnar sýna að samkeppni um aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er mikill, virkni aðfangamarkaða sömuleiðis og miklu mun meiri en í öðrum greinum atvinnulífsins hér á landi. Skýrsluhöfundar nota HHI mælikvarðann sem er notaður af Samkeppniseftirlitinu hérlendis, sem og erlendis, og reiknar út fjölbreytileika tiltekins safns, sambærilegt og gert er í vísindagreiningu með aðra stuðla innan vistfræði, eðlisfræði og stjórnmálafræði. Í maí skrifaði ég grein um litlu sjávarútvegsfyrirtækin og risana á íslenskum markaði. Þá vakti ég athygli á því að þeir sem hvað mest áhrif hafa á afkomu heimilanna eru afskiptir í umræðunni og undraðist áhuga sumra fjölmiðla og stjórnmálaflokka á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Mikið er talað um samþjöppun og fákeppni í sjávarútvegi en minna um þá starfsemi stórfyrirtækjanna sem varða heimilin í landinu mestu. Hvað veldur því? Þessi skýrsla sýnir svo óyggjandi sé að fákeppni ríkir á dagvörumarkaði en ekki í sjávarútvegi. Reiknuð voru samþjöppunarhlutföll fyrirtækja eftir sameiningar og þar kemur fram að samþjöppun er 8 sinnum meiri hjá Högum eftir samruna en er hjá Brim hf. Það er áhugavert að sjá að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna N1 og Festi, Haga og Olís í apríl á síðasta ári en hefur rannsakað samruna hjá Brim síðan í maí 2018 án niðurstöðu (?) . Er það eðlilegt? Vel að merkja, þá fara afurðir sjávarútvegsfyrirtækja nær allar á erlendan markað þannig að félögin eru ekki að keppa á íslenskum neytendamarkaði en það ætti að vera aðalhlutverk samkeppnisyfirvalda að tryggja stöðu íslenskra neytenda. Fyrir þá sem til þekkja í sjávarútvegi þá kemur niðurstaða skýrslunnar ekki á óvart enda vitað að samkeppni þar er mikil. Það er grimm samkeppni milli fyrirtækja í sjávarútvegi enda fyrirtækin rekin á ólíkan hátt þegar kemur að veiðum, vinnslu, sölu og öðru því er tengist úrvinnslu afla. Það ríkir mikil samkeppni um aflaheimildir, góð skip, veiði- og, vinnslutækni og fært starfsfólk. Útávið, á erlendum mörkuðum, reyna sjávarútvegsfyrirtækin að standa saman þegar hagur lands og þjóðar er í húfi. Sumir virðast telja sig hafa pólitískan hag af því að halda því að fólki að fáir aðilar stjórni öllu í íslenskum sjávarútvegi. Það hefur leitt til þess að kallað er eftir rannsóknum á rekstri þessara fyrirtækja með tortryggni að leiðarljósi. Beita menn óspart eftirlitsstofnunum ríkisins, svo og fréttastofu ríkisins í þau verkefni. Svo þegar ekkert misjafnt finnst þá telja menn að ekki hafi verið rannsakað nægilega vel. Það er einsog þeir segja í heilbrigðiskerfinu: að það sé ekki til heilbrigður einstaklingur, það er bara til einstaklingur sem ekki er búið að rannsaka nóg! En staðreyndir tala sínu máli. Samkeppni í sjávarútvegi er mörgum sinnum meiri en innan markaðar með matvöru og bankastarfsemi samkvæmt niðurstöðu þessarar skýrslu. Ekki voru teknar fyrir aðrar atvinnugreinar en eins og ég benti á í áðurnefndri grein minni þá ríkir fákeppni víðar en tiltekið er í skýrslunni. Nefndi ég orkusölu, sjónvarpsaðgang, tryggingarekstur, mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu og bensínsölu. Fleira hefði verið hægt að telja til. Væri full þörf á að það væri tekið saman og gefið út af Samkeppnisstofnun sambærilegur vegvísir fyrir almenning um hvar samkeppni er minnst og hvar mest samkeppni ríkir og birta á heimasíðu sinnu. Þessi gögn ættu heima þar alveg eins og Fiskistofa birtir allar tilfærslur á aflaheimildum báta og úthlutanir á kvóta hver báts. Það væri kannski ekki úr vegi að Verðlagsstofa tæki að sér að birta til dæmis innflutningsverð á olíu og bensíni og hvaða magn væri flutt inn hverju sinni, rétt eins og allar landanir og verð á fiski er birt hverju sinni á vef Fiskistofu og hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Nýverið hefur verið sýnt framá að falsfréttir á netmiðlum fá sex sinnum meiri athygli en sannar fréttir. Samkvæmt þessu ættu sex sinnum fleiri að lesa fréttir um fákeppni í sjávarútvegi en þá staðreynd að þau eru í bullandi samkeppni. En við verðum að trúa því að sannleikurinn sigri að lokum. [1] "Samkeppni virk og lítil samþjöppun í sjávarútvegi - Brim | Frétt." 21 Sep. 2020, https://www.brim.is/frettir/frett/2020/09/21/Samkeppni-virk-og-litil-samthjoppun-i-sjavarutvegi/?NavigationYear=2020&NavigationMonth=09. Sótt 22 Sept. 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í bankastarfssemi og almennt þá miklu samþjöppun sem er að finna í íslensku viðskiptalífi. Niðurstöðurnar sýna að samkeppni um aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er mikill, virkni aðfangamarkaða sömuleiðis og miklu mun meiri en í öðrum greinum atvinnulífsins hér á landi. Skýrsluhöfundar nota HHI mælikvarðann sem er notaður af Samkeppniseftirlitinu hérlendis, sem og erlendis, og reiknar út fjölbreytileika tiltekins safns, sambærilegt og gert er í vísindagreiningu með aðra stuðla innan vistfræði, eðlisfræði og stjórnmálafræði. Í maí skrifaði ég grein um litlu sjávarútvegsfyrirtækin og risana á íslenskum markaði. Þá vakti ég athygli á því að þeir sem hvað mest áhrif hafa á afkomu heimilanna eru afskiptir í umræðunni og undraðist áhuga sumra fjölmiðla og stjórnmálaflokka á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Mikið er talað um samþjöppun og fákeppni í sjávarútvegi en minna um þá starfsemi stórfyrirtækjanna sem varða heimilin í landinu mestu. Hvað veldur því? Þessi skýrsla sýnir svo óyggjandi sé að fákeppni ríkir á dagvörumarkaði en ekki í sjávarútvegi. Reiknuð voru samþjöppunarhlutföll fyrirtækja eftir sameiningar og þar kemur fram að samþjöppun er 8 sinnum meiri hjá Högum eftir samruna en er hjá Brim hf. Það er áhugavert að sjá að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna N1 og Festi, Haga og Olís í apríl á síðasta ári en hefur rannsakað samruna hjá Brim síðan í maí 2018 án niðurstöðu (?) . Er það eðlilegt? Vel að merkja, þá fara afurðir sjávarútvegsfyrirtækja nær allar á erlendan markað þannig að félögin eru ekki að keppa á íslenskum neytendamarkaði en það ætti að vera aðalhlutverk samkeppnisyfirvalda að tryggja stöðu íslenskra neytenda. Fyrir þá sem til þekkja í sjávarútvegi þá kemur niðurstaða skýrslunnar ekki á óvart enda vitað að samkeppni þar er mikil. Það er grimm samkeppni milli fyrirtækja í sjávarútvegi enda fyrirtækin rekin á ólíkan hátt þegar kemur að veiðum, vinnslu, sölu og öðru því er tengist úrvinnslu afla. Það ríkir mikil samkeppni um aflaheimildir, góð skip, veiði- og, vinnslutækni og fært starfsfólk. Útávið, á erlendum mörkuðum, reyna sjávarútvegsfyrirtækin að standa saman þegar hagur lands og þjóðar er í húfi. Sumir virðast telja sig hafa pólitískan hag af því að halda því að fólki að fáir aðilar stjórni öllu í íslenskum sjávarútvegi. Það hefur leitt til þess að kallað er eftir rannsóknum á rekstri þessara fyrirtækja með tortryggni að leiðarljósi. Beita menn óspart eftirlitsstofnunum ríkisins, svo og fréttastofu ríkisins í þau verkefni. Svo þegar ekkert misjafnt finnst þá telja menn að ekki hafi verið rannsakað nægilega vel. Það er einsog þeir segja í heilbrigðiskerfinu: að það sé ekki til heilbrigður einstaklingur, það er bara til einstaklingur sem ekki er búið að rannsaka nóg! En staðreyndir tala sínu máli. Samkeppni í sjávarútvegi er mörgum sinnum meiri en innan markaðar með matvöru og bankastarfsemi samkvæmt niðurstöðu þessarar skýrslu. Ekki voru teknar fyrir aðrar atvinnugreinar en eins og ég benti á í áðurnefndri grein minni þá ríkir fákeppni víðar en tiltekið er í skýrslunni. Nefndi ég orkusölu, sjónvarpsaðgang, tryggingarekstur, mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu og bensínsölu. Fleira hefði verið hægt að telja til. Væri full þörf á að það væri tekið saman og gefið út af Samkeppnisstofnun sambærilegur vegvísir fyrir almenning um hvar samkeppni er minnst og hvar mest samkeppni ríkir og birta á heimasíðu sinnu. Þessi gögn ættu heima þar alveg eins og Fiskistofa birtir allar tilfærslur á aflaheimildum báta og úthlutanir á kvóta hver báts. Það væri kannski ekki úr vegi að Verðlagsstofa tæki að sér að birta til dæmis innflutningsverð á olíu og bensíni og hvaða magn væri flutt inn hverju sinni, rétt eins og allar landanir og verð á fiski er birt hverju sinni á vef Fiskistofu og hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Nýverið hefur verið sýnt framá að falsfréttir á netmiðlum fá sex sinnum meiri athygli en sannar fréttir. Samkvæmt þessu ættu sex sinnum fleiri að lesa fréttir um fákeppni í sjávarútvegi en þá staðreynd að þau eru í bullandi samkeppni. En við verðum að trúa því að sannleikurinn sigri að lokum. [1] "Samkeppni virk og lítil samþjöppun í sjávarútvegi - Brim | Frétt." 21 Sep. 2020, https://www.brim.is/frettir/frett/2020/09/21/Samkeppni-virk-og-litil-samthjoppun-i-sjavarutvegi/?NavigationYear=2020&NavigationMonth=09. Sótt 22 Sept. 2020.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun