Samvinna í stað átaka Ingibjörg Isaksen skrifar 23. september 2020 17:45 Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun