Eigið húsnæði fyrir tekjulága Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. september 2020 10:17 Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun