Nýliðar Gróttu náðu stigi á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. september 2020 18:39 Þjálfarateymi Gróttu að störfum í dag. Vísir/Hulda Margrét KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“ Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“
Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira