Fara fram á rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Smári McCarthy kallaði eftir rannsókn á sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn á aðalfundi Pírata, sem lauk nú síðdegis. Vísir/Hanna Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þingmenn Pírata ætla að kalla eftir rannsókn á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir tilganginn fyrst og fremst svo hægt sé að draga lærdóm af því sem á undan er gengið. „Við ætlum að kalla eftir því að farið verði í rannsókn á öllum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við Covid. Og það snýst bara um það að athuga hvort hlutirnir hafi verið rétt gerðir, með tilliti til mannréttinda og annarra þátta,“ segir Smári. Þó séu engar efasemdir um að svo hafi ekki verið. „Mér finnst allt hafa gengið mjög vel en vandinn er að það eru þúsundir manna um allt Ísland sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og við vitum ekki, fyrr en við förum að kanna þetta.“ Smári bendir á að þríeykið svokallaða hafi sjálft óskað eftir því að unnin verði úttekt á þeim aðgerðum sem gripið hafi verið til. „Við köllum eftir þessu því við höfum getu til þess að leggja fram beiðni um skýrslur, lagt fram tillögur um að búin verði til rannsóknarnefnd og aðgang að þessum þinglegu ferlum. Við værum í rauninni ekki að leggja þetta til ef þessi bolti hefði verið gripinn af ríkisstjórninni, en það hefur ekkert heyrst frá þeim.“ Hverju rannsóknin gæti skilað sé alls óvíst en að fyrst og fremst sé hægt að læra af því ástandi sem nú ríki. „Rannsóknin gæti skilað betri verkferlum, betri innsýn inn í það hversu langt má ganga á mannréttindi fólks þegar hættur steðja að í samfélaginu, svo dæmi sé tekið. Ég geri ráð fyrir því að niðurstaðan verði einhvern veginn á þá leið að allt hafi verið rosalega vel gert, en svo gæti hún líka skilað af sér atriðum um eitthvað sem mætti bæta í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira