Prófessor segir jafna skiptingu í fæðingarorlofi mikið framfaraskref Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2020 15:31 Breytingar verða gerðar á fæðingarorlofi um áramótin. Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum. Vísir/Vilhelm Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“ Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“
Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30