Björgunarsveitir Árnessýslu voru kallaðar út fyrr í dag til leitar á Selfossi að barni sem hafði farið frá heimili sínu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.
Barnið fannst þó skammt frá heimili sínu fljótlega eftir að útkall barst.