Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 30. september 2020 19:30 Birkir Már fagnar marki sínu gegn FH. Sigurðru Egill Lárusson fylgir í humátt. Vísir/Vilhelm Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20