Sturluð tilfinning að setja þetta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 30. september 2020 22:00 Margrét Ósk tryggði Fjölni sigurinn með frábæri skoti undir lok leiks. Vísir/Facebook-síða Fjölnis Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15