Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:46 Mynd frá móttöku kvótaflóttafólks sem kom hingað til lands í fyrra. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira