Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2020 22:01 Dóra og Andrea Lind, ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og afi Andreu og Áskell Þórisson, sonur Dóru. Vísir/Magnús Hlynur Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“ Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórar með yfir þrjár milljónir á mánuði Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Sjá meira
Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“
Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórar með yfir þrjár milljónir á mánuði Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Sjá meira
Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46
Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15