Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2020 22:01 Dóra og Andrea Lind, ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og afi Andreu og Áskell Þórisson, sonur Dóru. Vísir/Magnús Hlynur Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“ Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“
Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46
Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15