Kewell vildi „ungan og graðan“ Sindra Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 07:30 Sindri Kristinn Ólafsson með boltann í höndunum í bikarleik gegn Breiðabliki í sumar. VÍSIR/VILHELM Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október. Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október.
Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira