Keflavík ÍF

Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekkert sér­stak­lega upp­tekinn af því að við erum fallnir”

Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn sami Siggi Ingi­mundar og áður: „Og bara rúm­lega það“

Marg­faldi Ís­lands- og bikar­meistarinn í körfu­bolta, Sigurður Ingi­mundar­son, segist enn vera sami þjálfarinn og rúm­lega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Kefla­vík á dögunum. 

Körfubolti
Fréttamynd

Martin má ekki koma Kefla­vík til bjargar

Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“

Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er náttúru­lega alltaf skrýtið“

„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Tekur Pavel við Kefla­vík?

Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Að frum­kvæði Péturs sem leiðir hans og Kefla­víkur skildu

Það var að frum­kvæði þjálfarins Péturs Ingvars­sonar að leiðir hans og liðs Kefla­víkur í körfu­bolta skildu eftir ein­læg samtöl hans og stjórnar að sögn fram­kvæmda­stjóra körfu­knatt­leiks­deildar Kefla­víkur. Leit að nýjum þjálfara hefst nú en sá verður ekki kominn í brúnna fyrir næsta leik liðsins á fimmtu­daginn kemur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta eru allt Kefl­víkingar“

Lið Keflavíkur í Bónus-deild kvenna var rætt í þættinum Bónus Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Hamar/Þór. Systrabönd innan liðsins voru sérstaklega tekin fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust

Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

Körfubolti