Hvað gerist ef Trump verður veikur? Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 12:21 Donald Trump á kosningafundi. AP/Steve Ruark Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. Verði hann ófær um að sinna starfi sínu mun Mike Pence taka við. Það er þó óljóst hver gæti tekið við tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðsins. Forsetinn er ekki veikur og segist ætla að sinna vinnu sinni áfram. Hann er þó bæði 74 ára gamall og í yfirþyngd og fellur því í rauninni inn í tvo áhættuhópa. Hann hefur þegar fellt niður kosningafund og er kominn í einangrun ásamt Melaníu eiginkonu sinni. Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna leggja til tíu daga einangrun eftir að viðkomandi er hættur að sýna einkenni. Jafnvel þó Trump myndi losna við veiruna á næstu 14 dögum mun hann að öllum líkindum missa af nokkrum kosningafundum sem hafa verið skipulagðir. Þá er óljóst hvað verður um næstu kappræður sem eiga að fara fram þann 15. október. Ef Trump veikist 25. ákvæði stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að sé forsetinn ófær til að sinna vinnu sinni eigi hann að tilkynna það til þingsins og færa völd sín til varaforseta síns, sem er Mike Pence í þessu tilfelli. Falli forseti Bandaríkjanna frá sver varaforsetinn embættiseið og tekur við stjórn Bandaríkjanna. Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Pence var með Trump á viðburði á mánudaginn en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi varið tíma saman að öðru leyti. Próf sem tekið var á föstudagsmorgun hefur leitt í ljós að Pence er ekki smitaður. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.AP/Charlie Neibergall Ef hann yrði veikur og það alvarlega yrði það forseti fulltrúadeildarinnar sem tæki við af honum. Það er Nancy Pelosi, einn leiðtoga Demókrataflokksins. Ef Trump deyr Árið 1845 ákvað Bandaríkjaþing að forsetakosningar skyldu alltaf fara fram á þriðjudegi á eftir fyrsta mánudegi nóvember. Seinna var svo ákveðið að þingkosningar færu einnig fram sama dag. Nú í ár er það 3. nóvember og er fátt ef eitthvað sem getur leitt til þess að kosningunum yrði frestað. Einungis þingið getur mögulega frestað kosningum og hingað til hefur það aldrei verið gert í sögu Bandaríkjanna. Tvær forsetakosningar voru færðar til á fyrstu sextíu árum Bandaríkjanna. Þegar Trump velti vöngum yfir því fyrr á árinu hvort fresta ætti kosningunum vegna heimsfaraldursins mætti hann strax mikilli andspyrnu og það bæði meðal Demókrata og Repúblikana. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Ef Trump myndi veikjast alvarlega svo hann gæti ekki haldið framboði sínu áfram eða jafnvel deyja, myndu kosningarnar fara fram. Það hefur þó aldrei gerst í sögu Bandaríkjanna að forseti geti ekki boðið sig fram svo nærri kosningum. Samkvæmt grein Washington Post, væri það að tilnefna nýjan forsetaframbjóðanda í höndum landsnefndar Repúblikanaflokksins. Mike Pence myndi sum sé ekki taka sjálfkrafa við keflinu. Landsnefnd Repúblikanaflokksins hefur 168 meðlimi og þeir þyrftu að koma sér saman um nýjan frambjóðanda. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Vandræði með kjörseðla Vandamál kæmi þó upp þegar kæmi að því að skipta um nafn frambjóðanda á kjörseðlum. Hvert ríki er með eigið kosningareglur og þar á meðal reglur um frest til að staðfesta nafn frambjóðanda. Í kosningunum 2016 voru flest ríki með frest til ágúst og september. Hafi ríki ekki sett sérstök lagaákvæði varðandi dauða frambjóðanda og það að breyta kjörseðlum þarf að fara með málið fyrir dómstóla. Sérfræðingurinn sem Washington Post ræddi við segist þó eiga erfitt með að ímynda sér að dómstólar myndu ekki leyfa að skipta um nafn. Það er þó ekki ljóst hvort að nægur tími gæfist til að skipta út nöfnunum. Rick Hasen, lagaprófessor, skrifaði í gær að líklegast færi kosningin fram með nafni veika eða dána frambjóðandans á kjörseðlunum. Þing tiltekinna ríkja þyrftu þá að veita kjörmönnum ríkjanna heimild til að greiða sín atkvæði til annars en hins veika eða látna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. Verði hann ófær um að sinna starfi sínu mun Mike Pence taka við. Það er þó óljóst hver gæti tekið við tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðsins. Forsetinn er ekki veikur og segist ætla að sinna vinnu sinni áfram. Hann er þó bæði 74 ára gamall og í yfirþyngd og fellur því í rauninni inn í tvo áhættuhópa. Hann hefur þegar fellt niður kosningafund og er kominn í einangrun ásamt Melaníu eiginkonu sinni. Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna leggja til tíu daga einangrun eftir að viðkomandi er hættur að sýna einkenni. Jafnvel þó Trump myndi losna við veiruna á næstu 14 dögum mun hann að öllum líkindum missa af nokkrum kosningafundum sem hafa verið skipulagðir. Þá er óljóst hvað verður um næstu kappræður sem eiga að fara fram þann 15. október. Ef Trump veikist 25. ákvæði stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að sé forsetinn ófær til að sinna vinnu sinni eigi hann að tilkynna það til þingsins og færa völd sín til varaforseta síns, sem er Mike Pence í þessu tilfelli. Falli forseti Bandaríkjanna frá sver varaforsetinn embættiseið og tekur við stjórn Bandaríkjanna. Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Pence var með Trump á viðburði á mánudaginn en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi varið tíma saman að öðru leyti. Próf sem tekið var á föstudagsmorgun hefur leitt í ljós að Pence er ekki smitaður. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.AP/Charlie Neibergall Ef hann yrði veikur og það alvarlega yrði það forseti fulltrúadeildarinnar sem tæki við af honum. Það er Nancy Pelosi, einn leiðtoga Demókrataflokksins. Ef Trump deyr Árið 1845 ákvað Bandaríkjaþing að forsetakosningar skyldu alltaf fara fram á þriðjudegi á eftir fyrsta mánudegi nóvember. Seinna var svo ákveðið að þingkosningar færu einnig fram sama dag. Nú í ár er það 3. nóvember og er fátt ef eitthvað sem getur leitt til þess að kosningunum yrði frestað. Einungis þingið getur mögulega frestað kosningum og hingað til hefur það aldrei verið gert í sögu Bandaríkjanna. Tvær forsetakosningar voru færðar til á fyrstu sextíu árum Bandaríkjanna. Þegar Trump velti vöngum yfir því fyrr á árinu hvort fresta ætti kosningunum vegna heimsfaraldursins mætti hann strax mikilli andspyrnu og það bæði meðal Demókrata og Repúblikana. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Ef Trump myndi veikjast alvarlega svo hann gæti ekki haldið framboði sínu áfram eða jafnvel deyja, myndu kosningarnar fara fram. Það hefur þó aldrei gerst í sögu Bandaríkjanna að forseti geti ekki boðið sig fram svo nærri kosningum. Samkvæmt grein Washington Post, væri það að tilnefna nýjan forsetaframbjóðanda í höndum landsnefndar Repúblikanaflokksins. Mike Pence myndi sum sé ekki taka sjálfkrafa við keflinu. Landsnefnd Repúblikanaflokksins hefur 168 meðlimi og þeir þyrftu að koma sér saman um nýjan frambjóðanda. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Vandræði með kjörseðla Vandamál kæmi þó upp þegar kæmi að því að skipta um nafn frambjóðanda á kjörseðlum. Hvert ríki er með eigið kosningareglur og þar á meðal reglur um frest til að staðfesta nafn frambjóðanda. Í kosningunum 2016 voru flest ríki með frest til ágúst og september. Hafi ríki ekki sett sérstök lagaákvæði varðandi dauða frambjóðanda og það að breyta kjörseðlum þarf að fara með málið fyrir dómstóla. Sérfræðingurinn sem Washington Post ræddi við segist þó eiga erfitt með að ímynda sér að dómstólar myndu ekki leyfa að skipta um nafn. Það er þó ekki ljóst hvort að nægur tími gæfist til að skipta út nöfnunum. Rick Hasen, lagaprófessor, skrifaði í gær að líklegast færi kosningin fram með nafni veika eða dána frambjóðandans á kjörseðlunum. Þing tiltekinna ríkja þyrftu þá að veita kjörmönnum ríkjanna heimild til að greiða sín atkvæði til annars en hins veika eða látna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39