Biden ekki með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:41 Hér eru þeir Biden og Trump með eiginkonum sínum Jill og Melaníu, eftir kappræðurnar í vikunni. AP/Julio Cortez Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58