Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 21:24 Weinstein á leið í réttarhöld fyrr á árinu. vísir/getty Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar. Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar.
Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55
Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09
Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07