Einn hefur greinst með kórónuveirusmit á Patreksfirði og eru níu í sóttkví vegna þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Í tilkynningunni segir að hópurinn sem er nú í sóttkví sé blanda af „heima- og aðkomufólki“. Fólk hafi verið duglegt að mæta í sýnatöku og fara í einangrun þegar það finnur fyrir einkennum. „Höldum því áfram.“
Takmarkanir eru á heimsóknum gesta á sjúkrahús og í hjúkrunarrými á Vestfjörðum vegna kórónuveirufaraldursins og þurfa allir að bera grímur þar inni.