Sáttir en vonbrigði ef staðan væri ekki svona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 23:01 Dusty-liðið hefur slegið í gegn á þessari leiktíð. DUSTY Dusty trónir á toppi Vodafone CS:GO deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik til þessa. Liðið rúllaði yfir Fylki í kvöld og var það enn einn sigurinn hjá liðinu til þessa. Dusty-menn voru 15-0 yfir í hálfleik en lokatölurnar urðu 16-6. Stjörnum prýtt lið Dusty er því enn á toppnum en byrjunin kemur þeim Bjarna Þór og Þorsteini Friðfinssyni, leikmönnum Dusty, þó ekki mikið á óvart. „Ég var að búast við þessu og flestir voru með okkur lang efsta í spánni fyrir mótið áður en deildin hófst. Auðvitað er maður sáttur en þetta væru vonbrigði ef staðan væri ekki svona,“ sagði Bjarni er hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Þorsteinn tók í svipaðan streng. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Við vorum 15-0 eftir fyrsta hálfleik sem er geðveikt. Við erum mjög sáttir að vera taplausir en tökum einn leik í einu.“ Bjarni segir að leikurinn gegn Hafinu hafi komið honum mest á óvart til þessa. „Ég myndi segja Hafið. Við unnum þá 16-6 og þetta eru gaurar sem hafa unnið nánast allt á Íslandi síðustu tvö árin,“ sagði Bjarni en Þorsteinn benti á KR sem einn erfiðasta andstæðinginn. Dusty bætti við sig leikmanni fyrir mótið er Árni kom inn í hópinn og eru þeir félagar ánægðir með hans komu. „Árni er ótrúlega þægilegur liðsfélagi og ég er mjög ánægður að fá hann inn. Hann er einn besti liðsfélagi sem ég hef verið með.“ „Þetta er algjört draumalið að vera í. Það er mikið hungur í liðinu og erum núna að byggja upp reynslu en hungrið er mikið og við viljum ná enn lengra,“ bætti Þorsteinn við. Bjarni segir að það gengi vel að sameina vinnu, skóla og tölvuleikina. Það er ekkert sem situr á hakanum. „Það gengur ágætlega. Það er auðvelt að afreka það sem við höfum gert og samt sinnt öllu í lífinu eins og þú átt að gera það. Við erum til að mynda allir í námi.“ Bjarni hefur farið öðruvísi leið en flestir á toppinn en hann segir að hann hafi aldrei hugsað sigt tvisvar um hvort að hann ætti að leggja upp laupana. Hann hafi stefnt á toppinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta var það sem ég hafði passion fyrir og það var alltaf stígandi hjá mér í liðunum sem ég var í og jákvætt. Manni langar alltaf að vinna,“ sagði Bjarni. Þorsteinn hefur slegið í gegn að undanförnu og lék m.a. í auglýsingu Honda. Hann segir að hann hafi ekki búist við því þegar hann byrjaði í rafíþróttageiranum. „Alls ekki. Ég bjóst ekki að maður væri í auglýsingum og svona. Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef mikla trú á þessari íþrótt,“ bætti Þorsteinn við að lokum. Rafíþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn
Dusty trónir á toppi Vodafone CS:GO deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik til þessa. Liðið rúllaði yfir Fylki í kvöld og var það enn einn sigurinn hjá liðinu til þessa. Dusty-menn voru 15-0 yfir í hálfleik en lokatölurnar urðu 16-6. Stjörnum prýtt lið Dusty er því enn á toppnum en byrjunin kemur þeim Bjarna Þór og Þorsteini Friðfinssyni, leikmönnum Dusty, þó ekki mikið á óvart. „Ég var að búast við þessu og flestir voru með okkur lang efsta í spánni fyrir mótið áður en deildin hófst. Auðvitað er maður sáttur en þetta væru vonbrigði ef staðan væri ekki svona,“ sagði Bjarni er hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Þorsteinn tók í svipaðan streng. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Við vorum 15-0 eftir fyrsta hálfleik sem er geðveikt. Við erum mjög sáttir að vera taplausir en tökum einn leik í einu.“ Bjarni segir að leikurinn gegn Hafinu hafi komið honum mest á óvart til þessa. „Ég myndi segja Hafið. Við unnum þá 16-6 og þetta eru gaurar sem hafa unnið nánast allt á Íslandi síðustu tvö árin,“ sagði Bjarni en Þorsteinn benti á KR sem einn erfiðasta andstæðinginn. Dusty bætti við sig leikmanni fyrir mótið er Árni kom inn í hópinn og eru þeir félagar ánægðir með hans komu. „Árni er ótrúlega þægilegur liðsfélagi og ég er mjög ánægður að fá hann inn. Hann er einn besti liðsfélagi sem ég hef verið með.“ „Þetta er algjört draumalið að vera í. Það er mikið hungur í liðinu og erum núna að byggja upp reynslu en hungrið er mikið og við viljum ná enn lengra,“ bætti Þorsteinn við. Bjarni segir að það gengi vel að sameina vinnu, skóla og tölvuleikina. Það er ekkert sem situr á hakanum. „Það gengur ágætlega. Það er auðvelt að afreka það sem við höfum gert og samt sinnt öllu í lífinu eins og þú átt að gera það. Við erum til að mynda allir í námi.“ Bjarni hefur farið öðruvísi leið en flestir á toppinn en hann segir að hann hafi aldrei hugsað sigt tvisvar um hvort að hann ætti að leggja upp laupana. Hann hafi stefnt á toppinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta var það sem ég hafði passion fyrir og það var alltaf stígandi hjá mér í liðunum sem ég var í og jákvætt. Manni langar alltaf að vinna,“ sagði Bjarni. Þorsteinn hefur slegið í gegn að undanförnu og lék m.a. í auglýsingu Honda. Hann segir að hann hafi ekki búist við því þegar hann byrjaði í rafíþróttageiranum. „Alls ekki. Ég bjóst ekki að maður væri í auglýsingum og svona. Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef mikla trú á þessari íþrótt,“ bætti Þorsteinn við að lokum.
Rafíþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn