Segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 20:31 Úr leik Víkinga í Meistarakeppni KSÍ. vísir/bára Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. Staða Víkinga var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni á mánudagskvöldið. Víkingur hefur einungis unnið þrjá leiki í sumar og er með sautján stig í tíunda sætinu, níu stigum frá fallsæti. Birt var viðtal við þjálfara liðsins, Arnar Gunnlaugsson, þar sem hann sagði í samtali við Fótbolti.net að í öllum tölfræðiþáttum væru Víkingar góðir. Guðmundur Benediktsson spurði þá einfaldlega hvort að Arnar gæti rætt um tölfræðina þegar taflan sýndi annað: „Mér finnst hann ekki geta það. Mér finnst sá tími vera runninn upp. Hann er búinn að vinna þrjá fótboltaleiki og síðasti sigurleikur var 19. júlí. Það eru tveir og hálfur mánuður síðan. Það eru ellefu leikir í deildinni síðan að þeir unnu leik,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Svo segir hann að það sjá allir að þeir séu að spila árangursríkan fótbolta. Og vissulega flottan fótbolta og það er hægt að hafa þá skoðun en hann er svo sannarlega ekki árangursríkur,“ sagði Atli. Máni tók svo við boltanum. „Sautján stig eru ekki mikið og þeir eru búnir að skora færri mörk en sjö lið í deildinni og fá á sig fleiri mörk heldur en önnur sjö. Ég sé ekki alveg hvernig þessi tölfræði á að vinna með honum og tölfræði vinnur ekki fótboltaleiki. Ég hélt að það vissu það allir. Betra liður vinnur fótboltaleikinn.“ „Arnar trúði því að þeir gætu orðið meistarar og það var fallegt og sniðugt hjá honum að trúa því. Ég er ekki viss um það að á nokkrum tímapunkti hafi strákarnir í liðinu trúað því. Þeir trúðu því kannski ekki því þeir hafa tapað svo mörgum leikjum.“ „Ef þetta hefði verið að ganga þá hefði kannski komið run á Víkinganna og ég er sammála Arnari að því leyti að mér finnst Víkingarnir vera búnir að byggja upp ákveðið lið. Ég hélt í ár að þeir gætu challangeað toppbaráttuna. Þeir eru ekki að challangea nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru í tíunda sæti með sautján stig og þeir geta þakkað guði fyrir það að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild árið 2020,“ sagði Máni. Klippa: Stúkan - Umræða um Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. Staða Víkinga var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni á mánudagskvöldið. Víkingur hefur einungis unnið þrjá leiki í sumar og er með sautján stig í tíunda sætinu, níu stigum frá fallsæti. Birt var viðtal við þjálfara liðsins, Arnar Gunnlaugsson, þar sem hann sagði í samtali við Fótbolti.net að í öllum tölfræðiþáttum væru Víkingar góðir. Guðmundur Benediktsson spurði þá einfaldlega hvort að Arnar gæti rætt um tölfræðina þegar taflan sýndi annað: „Mér finnst hann ekki geta það. Mér finnst sá tími vera runninn upp. Hann er búinn að vinna þrjá fótboltaleiki og síðasti sigurleikur var 19. júlí. Það eru tveir og hálfur mánuður síðan. Það eru ellefu leikir í deildinni síðan að þeir unnu leik,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Svo segir hann að það sjá allir að þeir séu að spila árangursríkan fótbolta. Og vissulega flottan fótbolta og það er hægt að hafa þá skoðun en hann er svo sannarlega ekki árangursríkur,“ sagði Atli. Máni tók svo við boltanum. „Sautján stig eru ekki mikið og þeir eru búnir að skora færri mörk en sjö lið í deildinni og fá á sig fleiri mörk heldur en önnur sjö. Ég sé ekki alveg hvernig þessi tölfræði á að vinna með honum og tölfræði vinnur ekki fótboltaleiki. Ég hélt að það vissu það allir. Betra liður vinnur fótboltaleikinn.“ „Arnar trúði því að þeir gætu orðið meistarar og það var fallegt og sniðugt hjá honum að trúa því. Ég er ekki viss um það að á nokkrum tímapunkti hafi strákarnir í liðinu trúað því. Þeir trúðu því kannski ekki því þeir hafa tapað svo mörgum leikjum.“ „Ef þetta hefði verið að ganga þá hefði kannski komið run á Víkinganna og ég er sammála Arnari að því leyti að mér finnst Víkingarnir vera búnir að byggja upp ákveðið lið. Ég hélt í ár að þeir gætu challangeað toppbaráttuna. Þeir eru ekki að challangea nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru í tíunda sæti með sautján stig og þeir geta þakkað guði fyrir það að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild árið 2020,“ sagði Máni. Klippa: Stúkan - Umræða um Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti