Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 09:43 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, segir núverandi yfirmann leyniþjónustumála beita sérstaklega völdum upplýsingum, án semhengis, í kosningabaráttu Trump. EPA/Shawn Thew John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira