Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 16:46 Óvíst er hvort spilað verður í Dominos-deildunum á næstunni og nákvæmlega hvernig lið mega haga sínum æfingum. vísir/vilhelm Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira
Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01
Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21