Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2020 16:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Yfirvöld á Filippseyjum hafa skuldbundið sig til að vinna með Sameinuðu þjóðunum að umbótum í mannréttindamálum. Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. Ályktunin var lögð fram í samstarfi við Filippseyjar en hún kveður á um að filippseysk stjórnvöld skuldbindi sig til að vinna með mannréttindafulltrúa SÞ. „Á undanförnum árum höfum við beint kastljósinu að Filippseyjum og ástandi mannréttinda þar. Samþykkt ráðsins í morgun undirstrikar að þessi málafylgja okkar hefur skilað árangri því hún felur í sér að stjórnvöld á Filippseyjum taka upp mikilvægt samstarf við mannréttindafulltrúann með það að markmiði að bæta stöðu mannréttinda þar í landi,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarmálaráðherra á vef stjórnarráðsins. Ísland beitti sér í júlí 2019 fyrir samþykkt ályktunar um mannréttindaástandið á Filippseyjum. Með henni lýsti ráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu í landinu, hvatti stjórnvöld til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga í nafni herferðar gegn fíkniefnum og draga þá til ábyrgðar sem stæðu fyrir slíku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust í fyrstu ókvæða við en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Fulltrúar ýmissa landa sem tóku til máls við atkvæðagreiðsluna voru sammála um mikilvægi ályktunarinnar. Öllu skipti þó að stjórnvöld á Filippseyjum láti verkin tala. Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Yfirvöld á Filippseyjum hafa skuldbundið sig til að vinna með Sameinuðu þjóðunum að umbótum í mannréttindamálum. Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun. Ályktunin var lögð fram í samstarfi við Filippseyjar en hún kveður á um að filippseysk stjórnvöld skuldbindi sig til að vinna með mannréttindafulltrúa SÞ. „Á undanförnum árum höfum við beint kastljósinu að Filippseyjum og ástandi mannréttinda þar. Samþykkt ráðsins í morgun undirstrikar að þessi málafylgja okkar hefur skilað árangri því hún felur í sér að stjórnvöld á Filippseyjum taka upp mikilvægt samstarf við mannréttindafulltrúann með það að markmiði að bæta stöðu mannréttinda þar í landi,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarmálaráðherra á vef stjórnarráðsins. Ísland beitti sér í júlí 2019 fyrir samþykkt ályktunar um mannréttindaástandið á Filippseyjum. Með henni lýsti ráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu í landinu, hvatti stjórnvöld til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga í nafni herferðar gegn fíkniefnum og draga þá til ábyrgðar sem stæðu fyrir slíku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust í fyrstu ókvæða við en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Fulltrúar ýmissa landa sem tóku til máls við atkvæðagreiðsluna voru sammála um mikilvægi ályktunarinnar. Öllu skipti þó að stjórnvöld á Filippseyjum láti verkin tala.
Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira