Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af veirusýkingalyfinu Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. Samningurinn kveður á um möguleikann á frekari kaupum.
Alls eru undirskriftaraðilar að samningnum 36 talsins, þar á meðal aðildarríki ESB, Bretland, EES-ríkin, þar með talið Ísland, og umsóknar- og möguleg umsóknarríki sambandins.
Öll ríki sem koma að samningnum geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19, en lyfið er talið flýta bata þeirra sem þjást af sjúkdómnum og þurfa aukið súrefni.