Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 16:04 Íslendingar kynntust fyrst C-17 Globemaster-herflutningaþotunni þegar slík vél flutti háhyrninginn Keiko til Vestmannaeyja árið 1998. Þetta er langstærsta flugvél sem lent hefur í Eyjum og raunar einnig á Reykjavíkurflugvelli. U.S. Air Force/Shane A. Cuomo. Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum: NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum:
NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45