Neyðarástand í Kirgistan og fyrrverandi forsetinn handtekinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:52 Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, heilsar stuðningsmönnum sínum eftir að hann var leystur úr haldi. Hann hefur nú aftur verið handtekinn. AP Photo/Vladimir Voronin Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina.
Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06
Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent