Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:00 Dr. Anthony Fauci, er ósáttur við framboð Bandaríkjaforseta. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira