Stjarna úr Two and a Half Men er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 07:43 Conchata Ferrell varð 77 ára. AP Bandaríska leikkonan Conchata Ferrell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men, er látin, 77 ára að aldri. Ferrell lék í þáttunum á móti Charlie Sheen, en hún fór með hlutverk Bertu, húshjálpar persónu Sheen, í öllum tólf þáttaröðum þáttanna sem framleiddir voru á árunum 2003 til 2015. Bandarískir fjölmiðlar segja Ferrell hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi í Kaliforníu eftir að hafa glímt við veikindi síðustu mánuði sem rakin voru til bólgu í nýrum. Hún hafði að undanförnu verið í öndunarvél. „Ósvikinn vinur, átakanlegur og sársaukafullur missir,“ segir Sheen um fréttirnar af andláti Ferrell á Twitter. Two and a Half Men gengið - leikararnir Jon Cryer, Angus T. Jones, Charlie Sheen og Conchata Ferrell.AP Leiklistarferill Ferrell var langur en hennar verður þó líklega helst minnst fyrir hlutverkið í þáttunum Two and a Half Men sem fjölluðu um hinn óforbetranlega kvennabósa Charlie Parker og samband hans við bróður sinn og frænda eftir að þeir síðarnefndu flytja inn í glæsivillu Parker í Kaliforníu. Áður en Ferrell tók að sér hlutverk Bertu hafði Ferrell meðal annars farið með hlutverk í stórmyndunum Edward Scissorhands, The Mask og Erin Brockovich. Ferrell lætur eftir sig eiginmann og eina dóttur. an absolute sweetheart a consummate proa genuine friend a shocking and painful loss.Berta,your housekeepingwas a tad suspect,your "people"keeping was perfect. © pic.twitter.com/cJMK8APgQV— Charlie Sheen (@charliesheen) October 13, 2020 Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Sjá meira
Bandaríska leikkonan Conchata Ferrell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men, er látin, 77 ára að aldri. Ferrell lék í þáttunum á móti Charlie Sheen, en hún fór með hlutverk Bertu, húshjálpar persónu Sheen, í öllum tólf þáttaröðum þáttanna sem framleiddir voru á árunum 2003 til 2015. Bandarískir fjölmiðlar segja Ferrell hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi í Kaliforníu eftir að hafa glímt við veikindi síðustu mánuði sem rakin voru til bólgu í nýrum. Hún hafði að undanförnu verið í öndunarvél. „Ósvikinn vinur, átakanlegur og sársaukafullur missir,“ segir Sheen um fréttirnar af andláti Ferrell á Twitter. Two and a Half Men gengið - leikararnir Jon Cryer, Angus T. Jones, Charlie Sheen og Conchata Ferrell.AP Leiklistarferill Ferrell var langur en hennar verður þó líklega helst minnst fyrir hlutverkið í þáttunum Two and a Half Men sem fjölluðu um hinn óforbetranlega kvennabósa Charlie Parker og samband hans við bróður sinn og frænda eftir að þeir síðarnefndu flytja inn í glæsivillu Parker í Kaliforníu. Áður en Ferrell tók að sér hlutverk Bertu hafði Ferrell meðal annars farið með hlutverk í stórmyndunum Edward Scissorhands, The Mask og Erin Brockovich. Ferrell lætur eftir sig eiginmann og eina dóttur. an absolute sweetheart a consummate proa genuine friend a shocking and painful loss.Berta,your housekeepingwas a tad suspect,your "people"keeping was perfect. © pic.twitter.com/cJMK8APgQV— Charlie Sheen (@charliesheen) October 13, 2020
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Sjá meira