Anníe Mist Þórisdóttir segist aldrei hafa verið nærri því að hætta í miðri æfingu og í gær. Hún er hins vegar tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að verða betri.
Íslenska CrossFit stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir er á fullri ferð á leið sinni aftur inn í CrossFit íþróttina og á þeirri vegferð þarf hún að komast yfir marga hjalla.
Anníe Mist sagði frá einum slíkum hjalla í sögu sinni á Instagram í gær en þá greindi hún frá mjög erfiðari æfingu sem tók virkilega á.
„Ég var að klára hjólaæfingu morgunsins. Þið afsakið hárið mitt en ég lá á gólfinu og var að vorkenna sjálfri mér,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir kósveitt og greinilega nýbúin með æfinguna.

„Ég hef aldrei komist nær því að gefast upp í miðri æfingu síðan ég fæddi barnið,“ sagði Anníe Mist
„Þegar hlutirnir verða svona erfiðir þá verður þú að einbeita þér að því að þú veist þá að þú sért að verða betri. Ég hugsaði um það og hægði á mér í fimm sekúndur en jó svo hraðann aftur,“ sagði Anníe Mist.
„Ég ákvað að ég væri tilbúin að þjást af því að ég vil verða betri,“ sagði Anníe Mist og deildi æfingunni sem má sjá hér fyrir neðan. Hún skoraði á fylgjendur sína að prufa þessa æfingu.
