Í hverfinu Brera í Mílanó má finna einstaklega smekklega 34 fermetra íbúð sem var hönnuð sérstaklega í japönskum stíl.
Fjallað er um eignina á YouTube-síðunni Never Too Small en í íbúðinni er stofa, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.
Íbúðin er hólfuð niður með rennihurðum og er til að mynda svefnherbergið á svefnlofti sem komið var smekklega fyrir.
Brera hverfið er eitt elsta hverfið í borginni og er algjörlega í miðborginni.
Hér að neðan má sjá umfjöllun um þessa fallegu íbúð.