Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 14:25 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, var í viðtali í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. stöð 2 sport Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu
Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31
Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34