KR gerði sér lítið fyrir og sendi Exile heim Bjarni Bjarnason skrifar 15. október 2020 20:47 Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn nýliðum deildarinnar í Exile. Liðsmenn Exile mættu öflugir til leiks og leiddu leikinn framan af. KR-ingar fundu þó taktinn er leið á og sigruðu að lokum 16 – 7. KR-ingar á heimavelli í kortinu Inferno hófu leikinn af krafti og skilaði það þeim fyrstu þremur lotunum. En fljótt kom í ljós hversu vel undirbúnir Exile menn voru. Með þaulæfðum leikfléttum tóku þeir vel á pressu vörninni [counter-terrorist] sem KR voru að spila. Skilaði þétt spilamennskan þeim fimm lotum í röð og tóku þeir forustuna. Voru KR-ingar þá þvingaðir til að þétta vörnina og var það sem til þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. En mulningsvélin komst fljótt á fullan snúning og boðaði það slæmt fyrir Exile. KR gekk vel til að sækja upplýsingar og taka bitið úr sóknum Exile með vel tímasettum fellum. Bitlaus sókn Exile var auðveld máltíð fyrir mulningsvélina sem tók þær lotur sem eftir voru. Staðan í hálfleik var KR 10 – 5 Exile. Seinni hálfleikur hófst og hefði sigur á fyrstu lotunni gert mikið fyrir Exile. En Midgard [Heiðar Flóvent Friðriksson] brá fyrir þá fæti með lúmskri leikfléttu sem skilaði honum þremur fellum og KR lotunni. Voru Exile komnir á hælana og héldu KR-ingar þeim þar með þéttum sóknarleik. Lotu eftir lotu hömruðu þeir á vörn Exile sem ekki náði festu. Lokastaðan KR 16 – 7 Exile. KR-ingar ljúka deildinni í öðru sæti með miða á stórmeistaramótið en Exile eru fallnir úr deildinni. KR Vodafone-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn
Fjórtánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn nýliðum deildarinnar í Exile. Liðsmenn Exile mættu öflugir til leiks og leiddu leikinn framan af. KR-ingar fundu þó taktinn er leið á og sigruðu að lokum 16 – 7. KR-ingar á heimavelli í kortinu Inferno hófu leikinn af krafti og skilaði það þeim fyrstu þremur lotunum. En fljótt kom í ljós hversu vel undirbúnir Exile menn voru. Með þaulæfðum leikfléttum tóku þeir vel á pressu vörninni [counter-terrorist] sem KR voru að spila. Skilaði þétt spilamennskan þeim fimm lotum í röð og tóku þeir forustuna. Voru KR-ingar þá þvingaðir til að þétta vörnina og var það sem til þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. En mulningsvélin komst fljótt á fullan snúning og boðaði það slæmt fyrir Exile. KR gekk vel til að sækja upplýsingar og taka bitið úr sóknum Exile með vel tímasettum fellum. Bitlaus sókn Exile var auðveld máltíð fyrir mulningsvélina sem tók þær lotur sem eftir voru. Staðan í hálfleik var KR 10 – 5 Exile. Seinni hálfleikur hófst og hefði sigur á fyrstu lotunni gert mikið fyrir Exile. En Midgard [Heiðar Flóvent Friðriksson] brá fyrir þá fæti með lúmskri leikfléttu sem skilaði honum þremur fellum og KR lotunni. Voru Exile komnir á hælana og héldu KR-ingar þeim þar með þéttum sóknarleik. Lotu eftir lotu hömruðu þeir á vörn Exile sem ekki náði festu. Lokastaðan KR 16 – 7 Exile. KR-ingar ljúka deildinni í öðru sæti með miða á stórmeistaramótið en Exile eru fallnir úr deildinni.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn