Kúnstin við lífið Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. október 2020 15:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Félagasamtök Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun