Maria-Carmela Raso er tónlistarkonan á bak við verkefnið MSEA. Hún kemur upprunalega frá Kanada en hefur búið hér á landi um langt skeið.
Í dag kemur út platan I Turned Into a Familiar Shape hjá grasrótarútgáfunni Myrkfælni. Raftónlist Maríu er melankólísk, sveimandi en þó höggþung, og platan nýja dregur mann samstundis inn í þennan einkennandi hljóðheim.
Í byrjun september var myndband hennar við lagið Flesh Tone birt og er von á nýju myndbandi í næstu viku.
Lagalistann segir Maria vera samtíning. „Hluti hans er tónlist sem ég var að hlusta á þegar platan varð til, önnur lög voru notuð sem viðmið fyrir ákveðna þætti eða hljóm sem höfðu haft áhrif á mig.“
„Ég er mjög heppin að vera umkringd mörgum hæfileikaríkum tónlistarkonum og mér þótti mikilvægt að hafa þær með á lagalistanum. Þær eru endalaus uppspretta innblásturs.“