Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 08:51 Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47
Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42