Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2020 22:32 Bandarísk F-15 orustuþota á fleygiferð í lágflugi yfir Akureyrarflugvelli í vikunni með afturbrennarann á rétt áður en hún fór í lóðrétt klifur upp í loftið yfir Pollinum. Skjáskot/Njáll Trausti Friðbertsson. Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30