Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 13:38 Maður stendur við rústir húss nágranna síns sem er gjörsamlega ónýtt eftir sprengjuárás sem Aserar eru sakaðir um að bera ábyrgð á í bænum Stepanakert í héraðinu sem deilan snýst um, Nagorno-Karabakh. Mynd/AP Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira